top of page

Leiðbeiningar um lestur rafbóka

Allar rafbækurnar á emma.is er hægt að lesa í öllum lestækjum svo sem Kindle, snjallsímum, spjaldtölvum sem og bæði PC / Mac fartölvum og heimilisvélum.

Hvað þarf ég til þess að geta lesið rafbækur?
Þú þarft þrjá hluti sem auðvelt er að nálgast:

  1. Tæki (svo sem spjaldtölvu, snjallsíma, lesbretti eða tölvu)

  2. Hugbúnað til að lesa rafbók (sem þarf að sækja eða fylgir tæki )

  3. Rafbók (til dæmis bækur sem þú sækir á Emma.is eða kaupir í öðrum rafbókaverslunum).

 

Hvernig byrja ég að lesa?
Hjá Emmu þarftu aðeins örlitla fyrirhöfn til þess að byrja að lesa. Ferlið er örlítið ólíkt eftir því hvaða tæki þú notar en er í stuttu máli að: 
 

  1. Sækja hugbúnað fyrir lestæki þitt 

  2. Skoða rafbókalistann á emma.is

  3. Velja þá rafbókategund sem hentar þínu tæki (ePub fyrir öll önnur tæki en Kindle) og hlaða inn á þitt lestæki eða inn á tölvu og vista inn á tækið gegnum USB eða öðrum flutningsleiðum

1779.JPG

Android

Apple iOs

Kindle

PC/Mac

Android

iconfinder_android_1010034.png
lacie-slezak-eJsh9LKnX_A-unsplash_edited

Spjaldtölvur og snjallsímar með Android henta vel til rafbókalesturs. Hægt er að sækja bækur á Emma.is og setja inn á Android tæki eftir ýmsum leiðum. Einfaldasta aðferðin er að sækja rafbókina beint úr lestækinu sjálfu. Einnig er hægt að sækja rafbækur gegnum tölvu og vista handvirkt inn á tækið með USB kapli eða öðrum dreifileiðum en slíkt krefst meiri kunnáttu. Leiðbeiningarnar er almennar og ná yfir flestar gerðir Android snjalltækja:

Sækja rafbækur með því að hlaða niður á tækinu sjálfu og opna í lesforriti

  1. Sótt er ePub lesforrit fyrir Android gegnum Google Play store. Til dæmi Lithium: EPUB Reader

  2. Farið er á Emma.is gegnum vafra, rafbók valin úr rafbókalistanum og smellt á ePub merkið til að hlaða niður rafbókinni.

  3.  Rafbókaskráin er opnuð og valið að opna hana með Lithium: Epub: Reader (eða öðrum ePub lesara ef þú kýst).

  4. Byrja að lesa bókina!

Apple iOs (iPad, iPhone ofl.)

Þú getur lesið rafbækur í iPhone, iPad og iPod Touch. Þessi tæki henta vel til lesturs og er auðvelt að setja bækur inn á þessi tæki. Apple býður upp á rafbókalesforritið iBooks sem hentar vel til lesturs en einnig er hægt að sækja rafbókaforritið FBreader og ýmis fleiri forrit frítt.

 

Sækja rafbækur með því að hlaða niður á tækinu sjálfu og opna í lesforriti

  1.  Sótt er ePub lesforrit fyrir iOs gegnum App store. Til dæmi iBooks, FBReader eða Stanza

  2. Farið er á Emma.is gegnum vafra, rafbók valin úr rafbókalistanum og smellt á ePub merkið til að hlaða niður rafbókinni.

  3. Rafbókaskráin er opnuð og valið að opna hana með iBooks (eða öðrum ePub lesara ef þú kýst).

  4. Byrja að lesa bókina!

benjaminrobyn-jespersen-Ai9_QJaZfMc-unsp

Kindle

IMG_3605_480_edited.jpg

Þegar lesa á íslenskar bækur í Kindle þarf að sækja þær af rafbókavef sem styður mobi rafbókaformið eða kaupa þær beint af Amazon Kindle books markaðnum. Að sækja rafbók af Emma.is og setja inn á Kindle er mjög einfalt og hægt að gera í fáum skrefum:

 

Sækja rafbók á tölvu og vista beint inn á Kindle

  1. Tengdu Kindle með USB við tölvuna. (Við mælum með að vista bókina af Emmu.is beint inn á Kindle. Einnig er hægt að vista bókina á harða diskinn eða halda utan um rafbókasafnið með Calibri eða öðru sambærilegu forriti).

  2. Farið er á Emma.is gegnum vafra, rafbók valin úr rafbókalistanum og smellt á mobi merkið til að hlaða niður rafbókinni.

  3. Valið er að vista bókina beint inn á Kindle tækið sem kemur fram á svipaðan hátt og usb-minnislykill. Staðsetja þarf skrá undir books eða documents í þeim týpum sem það á við. (Yfirleitt dugar að smella á tengilinn og velja hvar á að vista skrána. Stundum opnast hún sjálfkrafa og er ekki auðsjáanleg. Einnig dugar stundum að halda inni Ctrl takkanum áður en smellt er á tengilinn eða hægrismella og velja "Save link as.." / "Save target...").

  4. Taktu Kindle úr sambandi og byrjaðu að lesa. Þegar Kindillinn er tekinn úr sambandi við tölvuna á bókin að birtast í Kindlinum. Við mælum með að nota „Safely remove hardware“ hnappinn í tækjastikunni til að aftengja Kindle.


Upplýsingar fyrir lengra komna: 
Það eru ýmsar fleiri leiðir til þess að setja rafbækur inn á Kindle sem þarfnast aðeins meiri fyrirhafnar í upphafi en eru auðveldari þegar fram í sækir. Hér eru upplýsingar um hvernig hægt er að senda rafbækur í tölvupósti/wifi eða öðrum leiðum beint á Kindle

PC/Mac - Leiðbeiningar

  1. Ef þú hefur ekki lesið rafbók áður í tölvunni (PC eða Mac) er best að byrja á því að sækja forrit til þess að lesa bókina. Það eru fjöldamörg forrit í boði fyrir Windows og Mac. Einn möguleiki er FBReader, Calibre og Readium fyrir Chrome  

  2. Farið er á Emma.is gegnum vafra, rafbók valin úr rafbókalistanum og smellt á ePub merkið til að hlaða niður rafbókinni inn á harða disk tölvunnar.

  3. Rafbókaskráin er opnuð og valið að opna hana með FBReader, Calibre eða Chrome.

  4. Byrja að lesa bókina!

john-soo-PltxSZeBEOA-unsplash_edited.jpg
bottom of page