top of page

Rafbækur í rólegheitum

Hér býst lesendum að sækja sér bækur á rafbókaformi sem hægt er að lesa á öllum lestækju svo sem iPad, Kindle, snjallsímum, PC tölvum eða Mac.

Leiðbeiningar um lestur rafbóka:

Ég vil líka gefa rafbók:

Litla rauða músin

Litla rauða músin

Útgáfuár:

Höfundur:

2008

Þorgrímur Þráinsson

Litla, rauða músin hlaut 1. verðlaun í opinni samkeppni; Lestrarmenning í Reykjanesbæ árið 2006. N1 gaf útbókina 2008 og var henni eingöngu dreift á þjónustustöðvum fyrirtækisins...

Litla rauða músin

Hlaða niður rafbók á ePub eða mobi (Kindle) formi:

Litla rauða músin
Undir 4 augu

Undir 4 augu

Útgáfuár:

Höfundur:

2004

Þorgrímur Þráinsson

Undir 4 augu er saga um fjórtán ára ungmenni sem eru bundin tryggðarböndum en eiga erfitt með að fóta sig á hálu svelli unglingsáranna. Jóel fórnar landsliðinu til að geta heimsótt föður sinn í Kína þar sem hann lendir í miklum ævintýrum og lífsháska. Álfhildur og Tommi stinga saman nefjum á Akureyri og Tinna er send í skyndi til Lonson. Vinirnir þrá nærveru hvers annars en margt fer öðruvísi en ætlað er...

Undir 4 augu

Hlaða niður rafbók á ePub eða mobi (Kindle) formi:

Undir 4 augu
Svalasta 7an

Svalasta 7an

Útgáfuár:

Höfundur:

2003

Þorgrímur Þráinsson

,,Bonsjúr,” sagði Tommi og kinkaði kolli. ,,The swimming pool is just úti. But you must passa ykkur á hákörlunum . The sharks you know. They eat people. First you must þvo ykkur vel um rassinn og eyrun. Because the hákarlar borða frekar skítugt people. You know.” ...

Svalasta 7an

Hlaða niður rafbók á ePub eða mobi (Kindle) formi:

Svalasta 7an
Sex augnablik

Sex augnablik

Útgáfuár:

Höfundur:

1995

Þorgrímur Þráinsson

Hvernig skyldi 16 ára unglingi takast upp þegar hann ákveður að skrifa ævisögu sína? Hefur hann eitthvað að fela eða birtast tilfinningar hans og hugsanir kviknaktar í bókinni? ...

Sex augnablik

Hlaða niður rafbók á ePub eða mobi (Kindle) formi:

Sex augnablik
Spor í myrkri

Spor í myrkri

Útgáfuár:

Höfundur:

1993

Þorgrímur Þráinsson

Þegar sex fjörlegir en ólíkir krakkar leggja upp í langþráð ferðalag að afskekktu eyðibýli órar þá ekki fyrir því að dvölin þar eigi eftir að breyta lífi þeirra. Skemmtiferðin tekur óvænta stefnu og krakkarnir lenda í alvarlegri og dulmagnaðri atburðarás sem ekki var fyrirséð. ...

Spor í myrkri

Hlaða niður rafbók á ePub eða mobi (Kindle) formi:

Spor í myrkri
Lalli ljósastaur

Lalli ljósastaur

Útgáfuár:

Höfundur:

1992

Þorgrímur Þráinsson

Hvað gerir ellefu ára gamall krakki sem lengist skyndilega og verður rúmlega þrír metrar á hæð? Jú, hann öskrar, og verður dauðskelkaður og telur sig vera að dreyma. En hann er ekki að dreyma! Það er hræðilega erfitt að vera svona stór í þessum heimi því skór númer 48 og risaföt eru varla til. Og svo eru húsin of lítil! ...

Lalli ljósastaur

Hlaða niður rafbók á ePub eða mobi (Kindle) formi:

Lalli ljósastaur
Bak við bláu augun

Bak við bláu augun

Útgáfuár:

Höfundur:

1992

Þorgrímur Þráinsson

Hver var þessi stúlka með fallegu bláu augun sem fékk hann til að mæta berfættan í skólann og íhuga það að segja kærustunni sinni upp? Var það þess virði að komast að því hvað bjó á bak við þessi leyndardómsfullu augu? Hvers vegna var þessi glæsilega stúlka svo þögul og einmana og hleypti engum nærri sér? ...

Bak við bláu augun

Hlaða niður rafbók á ePub eða mobi (Kindle) formi:

Bak við bláu augun
Með fiðring í tánum

Með fiðring í tánum

Útgáfuár:

Höfundur:

1998

Þorgrímur Þráinsson

Kiddi er á fjórtánda ári og hann á sér stóra hetjudrauma. Hann ætlar sér annað og meira en að vera bara varamaður í knattspyrnufélagi sínu og skora aðeins sjálfsmörk. ...

Með fiðring í tánum

Hlaða niður rafbók á ePub eða mobi (Kindle) formi:

Með fiðring í tánum
bottom of page