Rafbókasafnið er samstarfsverkefni Landskerfis bókasafna hf. og Borgarbókasafns Reykjavíkur. Markmið verkefnisins er að bjóða almenningi upp á aðgang að fjölbreyttu úrvali raf- og hljóðbóka. Rafbókasafnið er aðgengilegt þeim sem eiga lánþegaskírteini í almenningsbókasöfnum um land allt. Í Rafbókasafninu eru bæði hljóðbækur og rafbækur. Flestar bækurnar eru á ensku en ráðgert er að í framtíðinni verði einnig hægt að fá íslenskt efni lánað í Rafbókasafninu.

DREIFINGARÞJÓNUSTA Á RAFBÓKASAFNIÐ

Emma.is hefur gert samning við Overdrive, fyrirtækið á bak við rafbókalagerinn um dreifingu rafbóka á alþjóðlegan markað og til íslenska Rafbókasafnsins. Markmiðið með samningnum er að geta boðið lítitlum forlögum og einyrkjum upp á að skrá rafbækur þeirra inn á svokallað Marketplace hjá OverDrive þaðan sem Rafbókasafnið kaupir þær bækur sem það lánar út.

Tenglar á upplýsingar um rafbókasafnið:

·         Um Rafbókasafnið

·         Aðildarsöfn Rafbókasafnsins eru 62

·         Útlánareglur Rafbókasafnsins eru sömu og í öðrum bókasöfnum, eitt eintak – einn notandi, sjá ýmislegt tæknilegt og fróðlegt um Rafbókasafnið –

DREIFINGASKILMÁLAR

Útgefandi veitir Emma.is heimild til miðlunar viðkomandi rafbókatitla til Overdrive Marketplace og þar með dreifingar á Rafbokasafn.is.

 • Hvert eintak rafbókar er boðið til sölu á  Overdrive Marketplace.

 • Samningur Emmu við Overdrive felur í sér að rafbókasöfn í öllum löndum hafa möguleika á að kaupa eintak af bókinni til útlána þótt markmiðið sé að bjóða hana til íslenska Rafbókasafnsins.

 • Samkvæmt skilmálum má viðkomandi rafbókasafn lána hvert eintak einum notanda í einu og hvert eintak má lána í 21 skipti áður en endurnýja þarf viðkomandi eintak.

 • Samkvæmt tölfræði frá Overdrive er hægt að miða við að þokkalega vinsælt eintak þurfi að endurnýja á 2-3 ára fresti.

 • Viðkomandi bókasafn getur hugsanlega keypt fleiri eintök af sama titli til þess að bjóða upp á fleiri samtímalán.

Veitt þjónusta:

Emma.is tekur að sér:

 • Að yfirfara rafbókaskrár í samræmi við staðla Overdrive og gera lagfæringar ef þess er þörf.

 • Skrá lýsigögn og uppfylla ströng skráningarskilyrði vegna dreifinga á Overdrive Market.

 • Senda inn og viðhalda rafbókaskrám samkvæmt kröfum Overdrive.

Kostnaður:

 • Emma.is veitir þjónustuna útgefanda að kostnaðarlausu en sem nemur einu söluandvirði bókar til Rafbókasafnsins samkvæmt samningum við Overdrive við Emma.is. 

Þetta samkomulag gildir eingöngu um miðlun rafbókatitla til Overdrive Marget (Rafbokasafn.is) en veitir ekki umboð til dreifingar á öðrum miðlum eða þjónustuþáttum. Dragi útgefandi samþykki sitt til baka er Emma.is skylt að óvirkja titla á Overdrive Marketplace sem stöðvar frekari dreifingu.

Hagur útgefanda/höfundar

Kostir rafbókasafnsins og rafrænna bókaútlána eru þeir sömu og varðandi almenningsbókasöfn en einnig fleiri. Dreifing á rafbókasafninu:

 • felur í sér útlán sem telja í Bókasafnasjóði

 • getur aukið áhuga á viðkomandi höfundi og öðrum verkum

 • styrkir við almennan lestur bóka

 • eykur sýnileika höfundar

 • kemur bókum á framfæri sem annars ná ekki almennri athygli

 • styður við almennan lestur bóka

 • gefur nýjan valkost á dreifingu til virks lesendahóps

Hafðu samband ef þú hefur áhuga á að koma þínu efni á rafbókasafnið.