top of page
Með fiðring í tánum
epub.png

Hlaða niður rafbók á ePub eða mobi (Kindle) formi:

mobi.png

Með fiðring í tánum

Útgáfuár:

1998

Höfundur:

Þorgrímur Þráinsson

Með fiðring í tánum er fyrsta bók Þorgríms Þráinssonar blaðamanns. Þorgrímur er þjóðkunnur knattspyrnumaður. Hann hefur verið fyrirliði meistaraflokks Vals í knattspyrnu undanfarin ár og leikið fjölmarga landsleiki. Undanfarin fjögur ár hefur Þorgrímur verið ritstjóri Íþróttablaðsins. Kiddi er á fjórtánda ári og hann á sér stóra hetjudrauma. Hann ætlar sér annað og meira en að vera bara varamaður í knattspyrnufélagi sínu og skora aðeins sjálfsmörk. Kiddi fer í sveit og þá kemur jafnaldra hans, Reykjavíkurstúlkan Sóley, til sögunnar. Hann verður hrifinn af henni og beitir öllum brögðum til að kynnast henni sem best. Kiddi keppir á íþróttamóti í sveitinni en þar hittir hann fyrir Bjössa og klíku hans sem öllu vilja ráða. Bjössi er stór og sterkur og Kiddi verður óþægilega fyrir barðinu á honum. Á ballinu að kvöldi mótdagsins kemur upp röð vandræðilegra atvika og Kiddi óttast að hann sé búinn að klúðra öllu í sambandi við Sóleyju. Á kvöldin æfir Kiddi einn úti á túni og hugsar um Sóleyju á meðan. Dvölin í sveitinni og æfingarnar gera Kidda mjög gott og þegar hann kemur aftur til Reykjavíkur gerast óvæntir atburðir.

bottom of page