top of page
Spor í myrkri
epub.png

Hlaða niður rafbók á ePub eða mobi (Kindle) formi:

mobi.png

Spor í myrkri

Útgáfuár:

1993

Höfundur:

Þorgrímur Þráinsson

Þegar sex fjörlegir en ólíkir krakkar leggja upp í langþráð ferðalag að afskekktu eyðibýli órar þá ekki fyrir því að dvölin þar eigi eftir að breyta lífi þeirra. Skemmtiferðin tekur óvænta stefnu og krakkarnir lenda í alvarlegri og dulmagnaðri atburðarás sem ekki var fyrirséð. Hlátur breytist í grátur og stríðni í skelfingu þegar krakkarnir átta sig á því að saga hússins tengist voveiflegum atburðum. Þegar um líf og dauða er að tefla verða ástamál og ósætti að víkja fyrir sameiginlegri baráttu þeirra við óvænta gesti. Krakkarnir vita ekki hvort þeir eiga í höggi við sérvitringinn á næsta bæ eða hvort þeir eru flæktir í atburðarás sem átti sér stað fyrir 50 árum. Spor í myrkri er saga fimmtán og sextán ára unglinga sem fá útrás fyrir tilfinningar sínar, rifja upp sárar minningar æskuáranna og þurfa að berjast fyrir lífi sínu. Spor í myrkri er bók sem lætur engan ósnortinn. Unglingabækur Þorgríms Þráinssonar hafa allar orðið metsölubækur og hlaut höfundurinn barna- og unglinga-bókaverðlaun Skólamálaráðs fyrir bókina Tár, bros og takkaskór. Spor í myrkri er fimmta unglingabók Þorgíms en að þessu sinni fer höfundurinn ótroðnar slóðir í vali á viðfangsefni.

bottom of page