top of page
Svalasta 7an
epub.png

Hlaða niður rafbók á ePub eða mobi (Kindle) formi:

mobi.png

Svalasta 7an

Útgáfuár:

2003

Höfundur:

Þorgrímur Þráinsson

Svalasta 7an er sautjánda bók verðlaunahöfundarins Þorgíms Þráinssonar en bækur hans hafa notið mikilla vinsælda. Margt býr í myrkrinu og Nóttin lifnar við voru valdar bestur barnabækur síðustu aldar í kosningu sem Bókasamband Íslands stóð fyrir árið 1999. ,,Bonsjúr,” sagði Tommi og kinkaði kolli. ,,The swimming pool is just úti. But you must passa ykkur á hákörlunum . The sharks you know. They eat people. First you must þvo ykkur vel um rassinn og eyrun. Because the hákarlar borða frekar skítugt people. You know.” Álfhildur bretti buxnaskálmarnar upp fyrir hné, fór úr skónum, stakk sokkunum ofan í skóna og rétti Jóel þá. Að svo búnu fikraði hún sig hægt og rólega í flórinn. Hún gekk í skítnum og skipti engu þótt ein kýrin væri nýbúin að drulla og það ryki upp úr dellunni. Bullið í strákunum, að halda að hann hafi rakað sig sköllóttan af því að Beckham hafi verið þannig, djöfuls fífl gátu þeir verið. Héldu þeir virkilega að hann héldi að hann yrði eins góður og Beckham? Asnar! Hann ætlaði að verða betri. Svalasta 7an er saga um fjórtán ára ungmenni sem treysta hvert öðru fyrir ýmsum leyndarmálum og fíflast þess á milli en þegar alvarlegir atburðir eiga sér stað reynir fyrst á vináttuna. Umsagnir: ,,Það er ánægjulegt að sjá fallað um vináttu og tilfinningamál unglinga á þennan hátt, án væmni og stæla.” - Úlhildur Dagsdóttir, gagnrýnandi ,,Takk fyrir að hafa skrifað þessa bók.” ,,Þetta er skyldulesning fyrir þá sem hafa gaman af nútímasögum.” ,,Það verður að koma framhald.” - Úr umsögnum lesenda á bókmenntavef Borgarbókasafnsins

bottom of page